Skip to main content

StarfA á RÚV

Fréttamaður RÚV var á staðnum þegar útskrift fór fram á Fljótsdalshéraði sl. fimmtudag. Hann tók tali framkvæmdastjórann Erlu Jónsdóttur og þátttakendurna Eirík Einarsson og Margréti Andrésdóttur. Hér má finna upptöku af viðtalinu og ef þið viljið ekki hlusta á allan þáttinn má einfaldlega "spóla" fram á nítjándu mínútu.

StarfA útskrifar í fyrsta skipti

Tímamót urðu í sögu Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfA) í síðustu viku en þá voru útskrifaðir nemendur í fyrsta skipti. Alls luku 21 nemandi starfsendurhæfingu, tólf í Fjarðabyggð og níu á Fljótsdalshéraði. Flestir stefna á frekara nám.

Fimmtudagurinn í síðustu viku markaði tímamót í sögu StarfA sem hóf starfsemi sína í byrjun nóvember árið 2007 en þá var Erla Jónsdóttir ráðin framkvæmdastjóri og var auk þess eini starfsmaður StarfA. Myndaðir voru hópar á Fljótsdalshéraði, skömmu síðar í Fjarðabyggð og loks var myndaður hópur á Hornafirði fyrr á þessu ári. Alls byrjuðu þrjátíu og átta í starfsendurhæfingu á Mið-Austurlandi snemma árs 2008 og núna, tæpum tveimur árum síðar, hafa tuttugu og þrír þátttakendur lokið endurhæfingunni en tveir voru útskrifaðir síðastliðið vor.

Lesa meira

Breytingar á stundartöflu (Hérað)

Fimmtudagur 19. nóvember

Fundur klukkan 12:30 með nemendum framhaldshóps. 

Mánudaginn 23. nóvember

9-10 námsver

10-12 kvíðaröskunarnámskeið

13-15 Framkoma með Þórunni

 

Fræðsluerindi um næringu

Elísabet Reynisdóttir, næringarþerapisti og nemi við Háskóla Íslands, verður með fræðsluerindi næstkomandi föstudag (13. nóvember) frá klukkan 13 til 15 í Þekkingarneti Austurlands á Egilsstöðum.

Nýr ráðgjafi á Austurlandi

Ragnheiður Kristiansen, nýr ráðgjafi á AusturlandiNýr ráðgjafi hefur tekið til starfa á Austurlandi. Hún heitir Ragnheiður Kristiansen og hóf störf 1. nóvember. Ragnheiður er með menntun á sviði mannauðsstjórnunar og atvinnumarkaðsmála. Hún er með víðtæka starfsreynslu, hefur t.d. starfað sjálfstætt sem ráðgjafi fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Síðan rak hún ráðningarskrifstofur Bechtel Inc. á Reyðarfirði í þrjú ár og flutti eftir það til Egilsstaða þar sem hún var mannauðsstjóri hjá Malarvinnslunni og síðar hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Hún hefur búið á Austurlandi frá árinu 2003.

Er Starfsendurhæfing Austurlands fyrir þig?

Er Starfsendurhæfing Austurlands fyrir þig?

StarfA er fyrir:

    * Fólk sem hefur verið án vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda, slysa eða félagslegra ástæðna.
    * Fólk sem nýtur endurhæfingalífeyris, atvinnuleysisbóta, framfærslu sveitarfélaga eða örorkubóta.
    * Fólk sem vill auka virkni sína og  atvinnuþátttöku, auka lífsgæði sín, auka menntun sína  og draga úr örorku.

Umsóknir berist til starfsstöðva StarfA á Egilsstöðum.

Frekari upplýsingar um StarfA og umsóknarferlið  veitir starfsmaður í síma 471 2938, Þá er einnig hægt að senda tölvupóst á  Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það..

Einnig bendum við á heimasíðu Starfsendurhæfingarinnar, Starfa.is, en þar má nálgast allar helstu upplýsingar um starfsemina og umsóknareyðublöð.

Starfsstöð StarfA Egilsstöðum

Miðvangi 2 - 3 (þriðju hæð), 700, Egilsstaðir.

Starfsstöð StarfA 730 Reyðarfjörður.
 

Laust starf

Ráðgjafi við starfsendurhæfingu

Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA) auglýsir eftir ráðgjafa í fullt starf á sviði starfsendurhæfingar. Starfssvæði ráðgjafa er frá Vopnafirði til Hornafjarðar og verður megin starfsstöð hans á skrifstofum StarfA á Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga sem hafa skerta vinnugetu vegna sjúkdóma eða slysa, í þeim tilgangi að aðstoða  þá við að auka vinnugetu og varðveita vinnusamband þeirra.

Helstu verkefni ráðgjafans verða:

    * Stuðningur og ráðgjöf fyrir einstaklinga
    * Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum
    * Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila
    * Náin samvinna við atvinnurekendur og stéttarfélög með það að markmiði að auka starfshæfni og varðveita vinnusamband einstaklinga á vinnumarkaði

Helstu hæfniskröfur til ráðgjafa eru eftirfarandi:

    * Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
    * Góð þekking á vinnumarkaði og nærsamfélagi
    * Þekking og/eða reynsla á sviði ráðgjafar, umönnunar, fræðslu eða þjónustu
    * Áhugi á að vinna með einstaklingum
    * Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga
    * Sveigjanleiki og færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
    * Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
    * Tungumálakunnátta, enska og eitt Norðurlandamál
    * Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti
    * Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg

Nánari upplýsingar um starfið fást hjá framkvæmdastjóra Starfsendurhæfingar Austurlands í síma 471-2938.

Upplýsingar um starfsemi StarfA má finna á www.starfa.is

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast til skrifstofu StarfA, Tjarnarbraut 39e, 700 Egilsstöðum, eða með tölvupósti á Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.
 
Umsókn um starfið skal skilað fyrir 15. október n.k.  og gert er ráð fyrir að ráðgjafinn hefji störf 1. nóvember.
 

StarfA komin á fullt á Hornafirði

 

 

Starfsemin  er öll farin af stað og hópurinn ánægður með að vera komin saman á ný.  Helmingurinn var í hugrænni atferlismeðferð hjá Magdalenu Gunnarsdóttur  í  fjögur skipti og hinn helmingurinn tekur þátt í því seinna i vetur.   Mikill áhugi er á fögum í framhaldsskólanum á Hornafirði.  Flestir eru í sálfræði  103, myndlist 113 og upplýsingatækni  103.  Þar sem vinnan er líka einstaklingsmiðuð þá eru þátttakendur líka í öðrum fögum;  fjórir í þýsku 103, þrír í ensku 103, tveir í landafræði   103, tveir í íslensku 102, tveir í heimspeki 113 og einn í náttúrufræði 103.  Til viðbótar við skólann er hreyfing á vegum Sporthallarinnar og í  íþróttahúsinu  Mánagarði.  Starfs- og námsráðgjafi sér um hópefli og sjalfsstyrkingu.  Þegar líður á veturinn verður starfið brotið upp og gert eitthvað skemmtilegt saman en það er skipulagt af hópnum í sameiningu.  Önnur fræðsla er skipulögð síðar og þá hugsuð sem stutt námskeið.