Skip to main content

Laust starf

Ráðgjafi við starfsendurhæfingu

Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA) auglýsir eftir ráðgjafa í fullt starf á sviði starfsendurhæfingar. Starfssvæði ráðgjafa er frá Vopnafirði til Hornafjarðar og verður megin starfsstöð hans á skrifstofum StarfA á Egilsstöðum og Reyðarfirði.

Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga sem hafa skerta vinnugetu vegna sjúkdóma eða slysa, í þeim tilgangi að aðstoða  þá við að auka vinnugetu og varðveita vinnusamband þeirra.

Helstu verkefni ráðgjafans verða:

    * Stuðningur og ráðgjöf fyrir einstaklinga
    * Upplýsingaöflun og mat skv. viðurkenndum aðferðum
    * Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi við fagaðila
    * Náin samvinna við atvinnurekendur og stéttarfélög með það að markmiði að auka starfshæfni og varðveita vinnusamband einstaklinga á vinnumarkaði

Helstu hæfniskröfur til ráðgjafa eru eftirfarandi:

    * Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
    * Góð þekking á vinnumarkaði og nærsamfélagi
    * Þekking og/eða reynsla á sviði ráðgjafar, umönnunar, fræðslu eða þjónustu
    * Áhugi á að vinna með einstaklingum
    * Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga
    * Sveigjanleiki og færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
    * Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
    * Tungumálakunnátta, enska og eitt Norðurlandamál
    * Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti
    * Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg

Nánari upplýsingar um starfið fást hjá framkvæmdastjóra Starfsendurhæfingar Austurlands í síma 471-2938.

Upplýsingar um starfsemi StarfA má finna á www.starfa.is

Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast til skrifstofu StarfA, Tjarnarbraut 39e, 700 Egilsstöðum, eða með tölvupósti á Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.
 
Umsókn um starfið skal skilað fyrir 15. október n.k.  og gert er ráð fyrir að ráðgjafinn hefji störf 1. nóvember.