Nýr ráðgjafi á Austurlandi
Nýr ráðgjafi hefur tekið til starfa á Austurlandi. Hún heitir Ragnheiður Kristiansen og hóf störf 1. nóvember. Ragnheiður er með menntun á sviði mannauðsstjórnunar og atvinnumarkaðsmála. Hún er með víðtæka starfsreynslu, hefur t.d. starfað sjálfstætt sem ráðgjafi fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Síðan rak hún ráðningarskrifstofur Bechtel Inc. á Reyðarfirði í þrjú ár og flutti eftir það til Egilsstaða þar sem hún var mannauðsstjóri hjá Malarvinnslunni og síðar hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Hún hefur búið á Austurlandi frá árinu 2003.