Skip to main content

StarfA komin á fullt á Hornafirði

 

 

Starfsemin  er öll farin af stað og hópurinn ánægður með að vera komin saman á ný.  Helmingurinn var í hugrænni atferlismeðferð hjá Magdalenu Gunnarsdóttur  í  fjögur skipti og hinn helmingurinn tekur þátt í því seinna i vetur.   Mikill áhugi er á fögum í framhaldsskólanum á Hornafirði.  Flestir eru í sálfræði  103, myndlist 113 og upplýsingatækni  103.  Þar sem vinnan er líka einstaklingsmiðuð þá eru þátttakendur líka í öðrum fögum;  fjórir í þýsku 103, þrír í ensku 103, tveir í landafræði   103, tveir í íslensku 102, tveir í heimspeki 113 og einn í náttúrufræði 103.  Til viðbótar við skólann er hreyfing á vegum Sporthallarinnar og í  íþróttahúsinu  Mánagarði.  Starfs- og námsráðgjafi sér um hópefli og sjalfsstyrkingu.  Þegar líður á veturinn verður starfið brotið upp og gert eitthvað skemmtilegt saman en það er skipulagt af hópnum í sameiningu.  Önnur fræðsla er skipulögð síðar og þá hugsuð sem stutt námskeið.