Skip to main content

Þátttaka

Þátttaka í atvinnutengdri endurhæfingu hentar fólki sem fallið hafa út af eða stendur höllum fæti á vinnumarkaði og eru að leita sér leiða inn á hann á  ný vegna sjúkdóma, slysa, áfalla, erfiðra félagslegra aðstæðna og atvinnuleysis. 

Í endurhæfingunni fær fólk aðstoð og stuðning til þess að vinna að markmiðum sínum og bæta stöðu sína gagnvart vinnumarkaði. Þeir vinna þar að því að efla sjálfa sig til líkama og sálar í samvinnu við aðra þátttakendur, auka þekkingu sína og gera ýmsar breytingar á lífi sínu. Þá gefst þeim einnig kostur á að fara í starfsþjálfun á vinnumarkaði til þess að láta reyna á starfsþrek sitt, vinnufærni og mögulega reyna sig á nýjum starfsvettvangi.