Hreyfing fellur niður í Fjarðabyggð
Hreyfing fellur niður hjá Fjarðabyggðarhópnum næstkomandi mánudag, 24. maí.
Hreyfing fellur niður hjá Fjarðabyggðarhópnum næstkomandi mánudag, 24. maí.
Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja Starfsendurhæfingu Austurlands um 70.000 Bandaríkjadali, eða um 8,9 milljónir króna á tveggja ára tímabili. Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, afhenti fyrri hluta styrksins, 35.000 Bandaríkjadali, sl. mánudag.
Markmið Starfsendurhæfingar Austurlands er að aðstoða fólk sem misst hefur vinnu um lengri eða skemmri tíma vegna sjúkdóma, slysa, eða félagslegra aðstæðna og endurhæfa það til vinnu og/eða náms og endurnýja starfsþrek þess. Mikil áhersla er lögð á að endurhæfingin fari sem mest fram í heimabyggð þeirra sem njóta hennar og að stoðir nærsamfélagsins séu nýttar, s.s. heilbrigðiskerfið, félagsþjónustan og mennta- og fræðslukerfið.
„ Á þessum tímum er sérstaklega ánægjulegt að veita Starfsendurhæfingu Austurlands þennan styrk frá samfélagssjóði Alcoa. Hjá Starfsendurhæfingunni fer fram merkilegt uppbyggingarstarf að norðlenskri fyrirmynd, en nyrðra hefur sams konar verkefni stuðlað að því að koma fólki aftur af stað, annað hvort út í atvinnulífið eða í nám. Það hefur öðlast virkni á ný, en fátt er mikilvægara bæði einstaklingum sjálfum og samfélaginu,“ sagði Steinþór Þórðarson við afhendingu styrksins.
Starfsemi Starfsendurhæfingu Austurlands fer fram á þremur stöðum, á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Höfn. Alls nýta um 50 manns þjónustu endurhæfingarinnar. Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarinnar, segir styrkinn viðurkenningu á þeirri starfsemi sem endurhæfingin stendur fyrir „og hann rennir stoðum undir enn fjölbreyttari starfsemi sem kemur þátttakendum okkar og samfélaginu til góða,“ segir Erla en hér má heyra ítarlegt viðtal hana sem fréttamaður RÚVAust átti við Erlu í tilefni styrkveitingarinnar.
Á síðasta ári veitti samfélagssjóður Alcoa styrki sem námu samtals 50,6 milljónum Bandaríkjadala, um sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá lögðu starfsmenn Alcoa um allan heim hönd á plóg fyrir sitt samfélagi og gáfu samtals yfir 705.000 vinnustundir af frítíma sínum í sjálfboðavinnu, eða sem svarar til 350 manna í fullri vinnu.
Samfélagssjóður Alcoa var stofnaður fyrir 56 ára árum og hefur frá upphafi veitt yfir 490 milljónir Bandaríkjadala (71 milljarð króna) til samfélagslegra verkefna um allan heim, þar sem fyrirtækið er með starfsstöðvar.
Við viljum vekja athygli á "Menningar-og minningarsjóði kvenna" sem nú auglýsir eftir styrkumsóknum. Auglýst er eftir umsóknum vegna ársins 2009. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknir frá atvinnulausum konum 30 ára og eldri sem hófu nám eða hyggja á nám á árinu 2009. Um getur verið að ræða háskólanám, nám í framhaldsskóla til stúdentsprófs eða nám á styttri starfsbrautum og verknámsbrautum. Styrkupphæð árið 2009 er ein milljón króna og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting á skólavist liggur fyrir.
Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:
• Skattaskýrsla fyrir árið 2008.
• Staðfesting frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi.
• Staðfesting á skólavist (ef hún liggur fyrir).
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Kvenréttindafélags Íslands: www.krfi.is. Í umsókn skulu koma fram helstu upplýsingar um umsækjanda og aðstæður hans, hvaða skóla sótt er um og hvaða nám umsækjandi hyggst
stunda. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk. Tilkynnt verður um styrkþega á kvenréttindadaginn 19. júní. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu KRFÍ og á netfanginu:
Menningar- og minningarsjóður kvenna var stofnaður 27. september 1941 í minningu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur með því að börn hennar lögðu dánargjöf móður sinnar í sjóð, en hugmyndina að stofnun sjóðsins hafði Bríet átt.
Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að styrkja konur til náms, jafnt hér á landi sem erlendis með náms- og ferðastyrkjum. Ennfremur að veita konum styrk til ritstarfa eða verðlaunaritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál er varða áhugamál kvenna. Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað einu sinni á ári. Sjóðurinn er í vörslu Kvenréttindafélags Íslands.
Gert er ráð fyrir að farið verði í verkbúðirnar fimmtudaginn 18. júní. Glerhópurinn var reyndar svo vinsæll að skipta þurfti hópnum í tvennt eins og þið sjáið neðra og járnsmíðin verður þriðjudaginn 16. júní. En skiptingin í hópana er eftirfarandi:
Járnsmíði á Seyðisfirði:
Óskar Eyfjörð Elvarsson, Árni Þorsteinsson, Gabríel Alexander Joensen og Þórólfur Valsson.
ATH!
Hópurinn fer á Seyðisfjörð 16/06/09
Glervinnsla á Borgarfirði:
Hópur 1 (Fljótsdalshérað): Íris Stefánsdóttir, Inga Hallgrímsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Fanný Ósk Mittelstein og Helgi Ólafur Ingibjörnsson.
Hópur 2 (Fjarðabyggð): Kristbjörg Júlíana Hallgrímsdóttir, Borghildur Jóna Árnadóttir, Birna María Gísladóttir, Sigrún Jónsdóttir, Árdís G. Aðalsteinsdóttir og Anna Elísabet Bjarnadóttir.
ATH!
Hópur 1 fer 16/06/09 og hópur 2 fer 18/06/09.
Leirvinnsla á Norðfirði:
Ágústa Kristín Andrésdóttir, Margrét Andrésdóttir, Björnfríður Fanney Þórðardóttir , Heiðrún Ósk Ölversdóttir og Bjarney Hallgrímsdóttir.
Hljóðvinnsla á Egilsstöðum:
Alfreð Behrend, Daði Fannar Þórhallsson, Hrafnkell Ásmundsson og Eiríkur Þorri Einarsson.
Grafík á Stöðvarfirði:
Anna María Sveinsdóttir, Baldvin Baldvinsson. Lovísa Guðmundsdóttir, Linda Viðarsdóttir og Hulda Stefanía Kristján
Ingibjörg Guðmundsdóttir er nýr starfsmaður Starfsendurhæfingar Austurlands á Höfn í Hornafirði en hún mun hafa umsjón með nýjum hópi þátttakenda í starfsendurhæfingu á Höfn. Ingibjörg hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur unnið í fiski, hjá tölvufyrirtækinu Hugur/AX auk þess sem hún hefur kennt á unglingastigi. Ingibjörg á þrjú börn og er í sambúð með Jóni Þorbirni Ágústssyni. Hún er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og þá hefur hún stundað nám í kerfisfræði í Háskóla Reykjavíkur og í kennslufræði hjá Kennaraháskóla Íslands.
Starfsendurhæfing Austurlands býður að vanda upp á fjölbreytta fræðslu fyrir þátttakendur. Í vetur hafa verið haldnir fyrirlestrar um streitu og meðvirkni svo eitthvað sé nefnt og í vikunni sem er að líða hélt Orri Smárason, sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, fyrirlestur um tölvuvanda en á honum var m.a. rætt um leikjafíkn og netfíkn sem er orðið sífellt algengara vandamál. Boðið var upp á fyrirlesturinn á Egilsstöðum og á Reyðarfirði og vöknuðu margar spurningar meðal þátttakenda á báðum stöðum.
jfdpajp
Eins og lesendur síðunnar vita var fjallað um fólk í endurhæfingu hjá StarfA í fréttum Ríkisútvarpsins fyrr í vikunni. Í fréttinni sáust þátttakendur í silfursmíði undir leiðsögn Þórönnu Snorradóttur og ef þið smellið á þennan tengil getið þið séð ljósmyndir sem teknar voru á námskeiðinu.