Skip to main content

Tilvísanir

  • Til að komast í þjónustu hjá Starfsendurhæfingu Austurlands þarf fyrst að leita til Virk starfsendurhæfingasjóðs.  StarfA er með þjónustusamning við Virk um þjónustu á sviði endurhæfingar. Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu Virk þarf að panta tíma hjá lækni og óska eftir að beiðni verði send til Virk um starfsendurhæfingu. 
  • Ef læknir telur einstakling hafa þörf fyrir starfsendurhæfingu þá sendir hann beiðni til VIRK
  • Farið er yfir allar beiðnir sem berast til VIRK og þeim sem uppfylla skilyrði um þjónustu samkvæmt lögum nr. 60/2012 er gefinn tími hjá ráðgjafa VIRK.
  • Ráðgjafi Virk á Austurlandi hefur síðan samband við einstakling símleiðis og boðar viðkomandi í viðtal. Í samráði við fagaðila hjá VIRK getur verið ákveðið að einstaklingur fari í endurhæfingu hjá Starfsendurhæfingu Austurlands og sendir þá ráðgjafi Virk beiðni þar um til StarfA.
  • Einstaklingurinn er síðan boðaður í viðtal hjá ráðgjafa StarfA og þjónustan hefst.   
  • Um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingasjóða gilda lög nr. 60, 25. júní 2012. Samkvæmt þeim er starfsendurhæfingasjóðum meðal annars falið að hafa umsjón með starfsendurhæfingu á Íslandi og fjármagna viðeigandi úrræði, aðgerðir og verkefni á sviði atvinnutengdrar endurhæfingar. Á landinu starfar einn starfsendurhæfingasjóður, Virk starfsendurhæfingarsjóður. Til þess að eiga rétt á þjónustu Virk þarf fólk að vera með skilgreindan heilsubrest sem er staðfestur af lækni og hafa tilvísun frá lækni í Virk.
  • Einnig getur Vinnumálastofnun vísað atvinnuleytendum í þjónustu StarfA samkv. samning Vinnumálastofnunar og StarfA.
  • Á grundvelli laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir og reglugerðar nr. 12/2009, um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysis tryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum. Samningur þessi tekur til verkefnisins ,,Markviss atvinnuleit“ í umsjón StarfA . Markmið samnings þessa er að veita atvinnuleitendum tækifæri til þátttöku í ýmiskonar virkniúrræðum, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 12/2009.  Tilgangur með þátttöku atvinnuleitenda er að efla þau í atvinnuleitinni, auka þekkingu þeirra á vinnumarkaðinum, styðja þau og hvetja í atvinnuleitinni og stuðla á sama tíma að virkni og auka starfshæfni viðkomandi. Með þessum hætti er leitast við að sporna gegn erfiðum félagslegum og heilsufarslegum afleiðinum sem oft fylgja langvarandi atvinnuleysi.
  • Allar beiðnir um atvinnutengda starfsendurhæfingu hjá Starfsendurhæfingu Austurlands fyrir fólk með heilsubrest eiga að berast til VIRK starfsendurhæfingasjóðs.
  • Fólki sem telur sig þurfa á starsendurhæfingu að halda en er ekki með skilgreindan heilsubrest er bent á að snúa sér til þeirrar þjónustustofnunar sem það er í sambandi við s.s. Vinnumálastofnunar og félagsþjónustu sveitafélaga. 

Nánari upplýsingar um Virk Starfsendurhæfingasjóð má finna á heimasíðu VIRK.