Stjórn Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfA) auglýsir eftir ráðgjafa í starfsendurhæfingu.
Hlutverk Starfsendurhæfingr Austurlands er að veita einstaklingum starfsendurhæfingu sem hafa verið utan vinnumarkaðar um tíma, s.s. vegna veikinda, slysa eða félagslegra aðstæðna, sem eru að vinna að endurkomu út á vinnumarkaðinn.
StarfA starfar eftir lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða.
Um er að ræða 50% stöðu.
Helstu verkefni:
- Ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgd við þátttakendur í endurhæfingu
- Greiningar- og meðferðarvinna s.s. gerð endurhæfingaráætlana, tilvísanir og greinagerðir.
- Umsjón og kennsla sjálfseflandi námskeiða og hópastarf
- Samstarf við samstarfsaðila og tengslastofnanir
- Þróunarstarf
Menntun og hæfnikröfur:
- Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-og/eða félagsvísinda sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
- Fagleg vinnubrögð og metnaður í starfi
- Góðir samstarfshæfileikar
- Leiðtogahæfileikar og jákvætt viðmót
- Reynsla af ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar er æskileg.
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamning viðkomandi stéttarfélags og samtaka atvinnulífsins.
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2022. Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf 15. september eða eftir samkomulagi.
Umsókn berist til Starfsendurhæfingar Austurlands, Miðvangi 1-3, 700 Egilsstaðir eða á netfang Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.
Nánari upplýsingar veitir Linda E. Pehrsson í síma 852 5232/ 471 2938.