Skip to main content

Atvinna og samfélag

AUKUM ÞÁTTTÖKU - EFLUM SAMFÉLAGIР 

StarfA sér um að veita fyrirtækjum og einstaklingum fræðslu og stuðning í upphafi starfs, gera vinnusamninga í samráði við fyrirtæki og stofnanir. Fylgja einstaklingum eftir, aðstoða við að yfirstíga hindranir og leysa úr málum.

Það geta legið margar og ólíkar ástæður fyrir því að fólk falli út af vinnumarkaði og/eða námi og þarfnist starfsendurhæfingar. Kulnun í starfi, afleiðingar slysa og áfalla eða andlegir og líkamlegir sjúkdómar. Það er mikilvægt að við sem samfélag tökum vel utan um þessa einstaklinga og hjálpum þeim að fóta sig aftur á vinnumarkaði. Framlag allra skiptir máli, bæði fyrir samfélagið og einstaklinginn sjálfan. Við hvetjum atvinnurekendur til að skoða ráðningar með opnum huga og nýta sér slíka starfskrafta þar sem það hentar. Að veita fólki tækifæri á vinnuprófun/ vinnusamning sem er að ljúka starfsendurhæfingu.  Þetta er lítið samfélag og ekki úr fjölda fyrirtækja og stofnana að ræða. 

Vinnum saman að settu marki- styðjum fólk á vinnumarkað á ný. Samfélagsverkefni sem hefur samfélagslegan ávinning.