Skip to main content

Stjórn StarfA

Núverandi stjórn StarfA

  • Anna Alexandersdóttir, f.h. Múlaþing, formaður
  • Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Afl Starfsgreinafélag, varaformaður
  • Tinna K. Halldórsdóttir f.h Austurbrúar
  • Þóra Elín Einarsdóttir f.h. HSA
  • Laufey Þórðardóttir f.h Fjarðabyggðar

Varamenn

  • Óskar Sturlusson, Fjarðabyggð
  • Júlía Sæmundsdóttir, Múlaþing
  • Skúli Ingibergur Þórarinsson fh. Hornafjarðar
  • Sigurður Hólm Freysson, Afl. Starfsgreinafélag
  • Jóna Árný Þórðardóttir, SSA

 

 

 

 

StarfA hópurinn flokkar föt

Nú er það þannig að StarfA hópurinn á Egilsstöðum hefur lokið við kúluverkefnið sitt og vantaði því verkefni til að hafa á miðvikudagsmorgnum. Ákveðið var því að fara að vinna fyrir Rauða krossinn og flokka og pakka fötum einu sinni í viku. Fyrsta skiptið var í dag og voru fatagámarnir alveg troðfullir,svo ærið verkefni var fyrir höndum. Góð mæting var og með leiðsögn frá Johönnu Henriksson verkefnisstjóra tókst okkur að klára gámana fyrir hádegi og vorum við að vonum ánægð með árangurinn.

Nytjahús Rauða krossins dregur fram jólaskrautið

Nytjahúsið hjá Rauða krossinum sem staðsett er við hliðina á Sorpu hefur núna um helgina lagt mikið kapp á að taka upp úr kössum hjá sér og stilla upp jóladóti fyrir hátíðirnar,hafa þau verið að safna jóladóti síðan í janúar og eru því mikið um fallegt skraut og jólaseríur og getur fólk jafnvel nálgast gerfijólatré og útiskraut.

Nytjahúsið hefur gengið svakalega vel alveg frá opnun og er það duglegum sjálfboðaliðum Rauða krossins og gjafmildi frá íbúum sveitafélagsins að þakka.

Ennþá er samt hægt að fá það sama og alltaf hefur verið og er mikið úrval af húsgögnum og smáhlutum ennþá á sínum stað, ávalt er heitt kaffi á könnunni og hlýtt viðmót frá sjálfboðaliðum.

Opnunartímar í Nytjahúsinu eru

Miðvikudaga og Fimmtudaga frá 16-18

Laugardaga frá  11-14

Ham-bók Reykjalundar opin á vefnum

Reykjalundur hefur opnað Ham-bók sína á vefnum fyrir almenning án endurgjalds.

Er Ham efnið því orðið mun aðgengilegra almenningi sem ávalt hefur verið stefna Reykjalundar

Mikil aðsókn hefur verið á námskeið hjá Reykjalundi og er það orðið svo viðamikið að ekki er lengur húspláss hjá þeim og hefur þess vegna verið bókaður salur á Hótel Sögu.

Bókin hefur verið endurskrifuð og er nú gefin út í formi sjálfshjálparbókar

Ársfundur StarfA 2011

Ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands 2011 verður haldinn 8. nóvember (þriðjudag) í fundarsal AFLs Starfsgreinafélags, Búðareyri 1, Reyðarfirði - annarri hæð, kl. 15:00.

Dagskrá:

1. Skýrsla formanns.

2. Skýrsla forstöðumanns.

3. Ársreikningur liðins árs kynntur og til samþykktar.

4. Breytingar á skipulagsskrá (ef við á).

5. Kosning til stjórnar sbr. gr. 4.

6. Kosning til endurskoðenda.

7. Önnur mál.

Seturétt á ársfundi eiga fulltrúar stofnaðila.

Mynd um StarfA

Við viljum vekja athygli á myndbandi sem þátttakendur StarfA unnu á námskeiði í Movie Maker sem fram fór í Kreml í Neskaupstað í síðustu og þarsíðustu viku. Í myndinni fjalla þau um starfsemina í Neskaupstað og þýðingu hennar fyrir líf þátttakenda.

Myndina sjáið þið ef þið klikkið á þennan hlekk.

Kvíðinn minnkað, sjálftraustið aukist

Ég byrjaði í Starfsendurhæfingu Austurlands, StarfA, um mánaðarmótin mars/apríl árið 2010. Ég frétti af henni þegar ég var í endurhæfingu á Norðfirði og ég ákvað að prófa þetta. Ég var voðalega lokuð manneskja, rosalega feimin, mjög kvíðin, lítið sjálfstraust og sagði fátt. Var bara svona eins og ég væri föst inni í skel, sem ég komst ekkert útúr.

Í dag er komið eitt ár síðan ég byrjaði í starfsendurhæfingunni og ég sé ekki eftir neinu. Í StarfA lærir maður margt og mikið sem er bæði gott fyrir mann andlega og líkamlega. Andlega hliðin mín er mjög góð en ég þarf að styrkja líkamlegu hliðina. Ég er alveg að geta komist útúr skelinni minni sem ég var búin að vera föst í dálítið lengi. Ég er hætt að vera svona rosalega feimin og lokuð eins og ég var fyrst þegar ég byrjaði. Ég er byrjuð að tala meira og tjá mig. Kvíðinn hefur minnkað mikið og er næstum því farinn. Sjálfstraustið hefur aukist mikið og ég er búin að eignast fullt af yndislegum vinkonum og vinum í gegnum StarfA.

Ég get alveg sagt það og verið stolt af því að StarfA hefur hjálpað mér mjög mikið í gegnum mína erfiðleika og hjálpað mér að ná andlegum og líkamlegum styrk. Allt yndislega fólkið sem vinnur þarna hefur líka hjálpað manni mikið.

Eftir að maður frétti að Starfsendurhæfing Austurlands væri að hætta fékk maður eiginlega hnút í magann og skrýtna tilfinningu. Maður veit eiginlega hvað maður á að gera þegar starfsendurhæfingin er hætt. En maður heldur auðvitað áfram að styrkja sjálfa sig. Heldur áfram í hreyfingunni. Heldur áfram að hafa samband við vinkonur sem maður kynntist í starfsendurhæfingunni. Betra að gera það og halda áfram en detta aftur í sama farið. Mér líður miklu betur í dag heldur en fyrir einu ári síðan. Mér finnst ég vera ný manneskja og ég ætla að halda áfram að styrkja mig og vera ennþá sterkari manneskja.

Ég get og ég vil.

Eftir Árdísi Huldu Henriksen, þátttakenda í StarfA.

Starfsfólki StarfA sagt upp

Í dag fékk allt starfsfólk StarfA (Starfsendurhæfing Austurlands) afhent uppsagnarbréf og útlit er fyrir að starfsemi StarfA leggist af frá og með 1. júní nk. Hjá StarfA vinna 3 fastráðnir starfsmenn í 2 og ½ stöðugildi, jafnframt starfa að jafnaði 7- 9 verktakar á verktakasamningum hjá StarfA. Í dag eru skjólstæðingar StarfA um 40 talsins. Ástæða uppsagnanna er að sögn Erlu Jónsdóttur , framkvæmdastjóra StarfA, sú að ekki hefur tekist að tryggja nægilegt fjármagn frá ríkinu. „Fjármagn StarfA dugar þangað til út maí eins og staðan er í dag, við treystum okkur því ekki til þess að halda starfsfólki í þeirri óvissu" sagði Erla í samtali við héraðsfréttablaðið Austurgluggann í dag. Starfssvæði StarfA nær frá Hornafirði til Vopnafjarðar og eru starfsstöðvar á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Í dag eru þrír endurhæfingarhópar starfræktir: í Neskaupstað, á Egilsstöðum og Reyðarfirði.