Skip to main content

Hugmyndafræði

StarfA sækir hugmyndafræðilegan bakgrunn sinn í líkanið um iðju mannsins. Um eflingu iðju. Hugmyndafræði Valdeflingar, batahvetjandi þjónustu og lausnamiðaðrar nálgunar.

Grunnhugsunin er að fólk nái tökum og stjórn á aðstæðum sínum og lífi, öllu því sem eflir sjálfsmynd, sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfsvirðingu og lífsgæði.  Eflist og finni að það geti haft áhrif á líðan sína og þá þjónustu sem það fær.

Byggir á sjálfsákvörðunartöku og sjálfstjórn. Hlutverk þjónustuaðila að veita notenda bjargir til að taka ábyrgð á eigin lífi og veita faglega aðstoð. Samband þarf að byggja á trausti, einlægni og heiðarleika.

Lausnamiðuð nálgun hjálpar fólki við að koma auga á lausnir sem virka fyrir hvern og einn. 

Iðja er öllum nauðsynleg og frá örófi alda hefur líf mannsins einkennst af þörf hans til að stunda iðju af margvíslegu tagi. Rannsóknir hafa sýnt að ef fólk kemst í þær aðstæður að geta ekki sinnt þeirri iðju sem því er mikilvæg, þá hefur það neikvæð áhrif á heilsu þess og líðan.  Þá er átt við allt það sem fólk innir af hendi í daglegu lífi í þeim tilgangi að annast sig og sína, vinna ýmis störf er nýtast samfélaginu og njóta þess sem lífið hefur að bjóða.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin skilgreinir lífsgæði á þá leið að þrátt fyrir heilsubrest geta einstaklingar notið lífsins og að skilgreina megi getu einstaklinga til að vera félagslega virkir, skila afköstum í vinnu/skóla, vera í tómstundum, sinna sjálfsrækt og fá nægan svefn sem lífsgæði. WHO 2004