Skip to main content

Fyrirlestur um meðvirkni

Munið eftir fyrirlestrinum um meðvirkni á Reyðarfirði í gamla Landsbankahúsinu (við hliðina á Fróðleiksmolanum). Fyrirlesari er Hólmgrímur Bragason, prestur á Reyðarfirði.

Glærurnar má nálgast hér:  Glærur

Fyrirlestur um meðvirkni

Munið eftir fyrirlestrinum um meðvirkni á Reyðarfirði í gamla Landsbankahúsinu (við hliðina á Fróðleiksmolanum). Fyrirlesari er Hólmgrímur Bragason, prestur á Reyðarfirði. Glærurnar má nálgast fljótlega á Starfa.is. Þær má finna með því að ýta á hnappinn "Upplýsingar og fræðsla".

StarfA í fréttum RÚV

Starfsendurhæfing Austurlands var til umfjöllunar í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Í fréttinni var rætt við Borghildi Jónu Árnadóttur og Árna Þorsteinsson frá Fjarðabyggð en þau hafa tekið þátt í endurhæfingunni síðan í apríl í fyrra. Í máli þeirra kom m.a. fram að félagsleg einangrun sé ein versta afleiðing atvinnumissis. Fréttina má sjá hér.

Ný heimasíða - Starfa.is

Starfa.is er ný heimasíða Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfA). Með henni vonumst við til að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum um StarfA og þá þjónustu sem hún hefur upp á að bjóða.

Á Starfa.is verður hægt að nálgast upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er á vegum StarfA, í hverju endurhæfingin er fólgin og helstu markmið hennar. Þá verður líka hægt að nálgast upplýsingar um starfsfólk StarfA og hvernig hægt sé að komast í samband við það. Umsóknareyðublöð verða aðgengileg svo og fréttir og ljósmyndir af starfseminni.  

StarfA var stofnuð haustið 2007 og henni er ætlað að aðstoða fólk, sem lent hefur utan vinnumarkaðar af einhverjum sökum, til frekari virkni. Það er gert með líkamlegri og námstengdri endurhæfingu í samvinnu við sérfræðinga og menntastofnanir. Leiðarljósið ávallt að auka færni fólks og bæta þar með lífskjör þess.  

Páskafrí

Páskafrí hjá nemendum StarfA byrjar föstudaginn 3. apríl og skólinn hefst aftur miðvikudaginn 15. apríl.