Jón Kristinn Arngrímsson - reynslusaga
Það gerði þetta enginn fyrir mig , ég fékk tækifærið og verkfærin og nýtti mér þau til að ná betri líðan.“
Jón Kristinn Arngrímsson segir hér frá kynnum sínum af Starfsendurhæfingu Austurlands og hvernig þau hafa hjálpað honum.
„Ég heit Jón Kristinn Arngrímsson og er búsettur á Reyðarfirði. Er í sambúð og á 6 börn. Hef átt við þunglyndi og kvíða að etja lengi og datt út af vinnumarkaði af þeim sökum. Hef þurft á þjónustu geðdeildar að halda þrisvar sinnum. Yngsta barnið hefur einnig átt við langvinn veikindi að stríða og meðal annars fengið mörg flog á stuttum tíma.“