Skip to main content

Gönguferð í Páskahelli

Haustönnin er komin af stað hjá StarfA en að venju kennir ýmissa grasa í dagskrá okkar í vetur. Meðal þess sem boðið er upp á að þessu sinni er skipulögð markmiðssetning, matreiðslunámskeið, líkamsrækt og verkþjálfun. Auk þess stundar hluti hópsins nám á skrifstofubraut á vegum Þekkingarnets Austurlands. En lífið hjá StarfA er ekki eintómt strit og á dögunum fóru nokkrir þátttakendur StarfA á Norðfjörð og gengu út í Páskahelli í fólkvangi Neskaupstaðar. Oft hafa göngumenn á vegum StarfA verið heppnari með veður en á meðan göngunni stóð rigndi nokkuð á hópinn sem lét sér fátt um finnast enda segir máltækið að enginn sé verri þótt hann vökni. Á myndinni sést hluti göngumanna ásamt Erlu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra StarfA. Myndin er tekin í Páskahelli. 

 Göngumenn í Páskahelli