Starfsfólki StarfA sagt upp
Í dag fékk allt starfsfólk StarfA (Starfsendurhæfing Austurlands) afhent uppsagnarbréf og útlit er fyrir að starfsemi StarfA leggist af frá og með 1. júní nk. Hjá StarfA vinna 3 fastráðnir starfsmenn í 2 og ½ stöðugildi, jafnframt starfa að jafnaði 7- 9 verktakar á verktakasamningum hjá StarfA. Í dag eru skjólstæðingar StarfA um 40 talsins. Ástæða uppsagnanna er að sögn Erlu Jónsdóttur , framkvæmdastjóra StarfA, sú að ekki hefur tekist að tryggja nægilegt fjármagn frá ríkinu. „Fjármagn StarfA dugar þangað til út maí eins og staðan er í dag, við treystum okkur því ekki til þess að halda starfsfólki í þeirri óvissu" sagði Erla í samtali við héraðsfréttablaðið Austurgluggann í dag. Starfssvæði StarfA nær frá Hornafirði til Vopnafjarðar og eru starfsstöðvar á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Í dag eru þrír endurhæfingarhópar starfræktir: í Neskaupstað, á Egilsstöðum og Reyðarfirði.