StarfA hópurinn flokkar föt

Nú er það þannig að StarfA hópurinn á Egilsstöðum hefur lokið við kúluverkefnið sitt og vantaði því verkefni til að hafa á miðvikudagsmorgnum. Ákveðið var því að fara að vinna fyrir Rauða krossinn og flokka og pakka fötum einu sinni í viku. Fyrsta skiptið var í dag og voru fatagámarnir alveg troðfullir,svo ærið verkefni var fyrir höndum. Góð mæting var og með leiðsögn frá Johönnu Henriksson verkefnisstjóra tókst okkur að klára gámana fyrir hádegi og vorum við að vonum ánægð með árangurinn.


Starfsendurhæfing Austurlands  |  Miðvangi 1-3  |  700 Egilsstöðum  |  S:471-2938