Hollt, nærandi og gott!
Í haust býður StarfA þátttakendum sínum upp á matreiðslunámskeið þar sem þeir njóta leiðsagnar Gróu Kristínar Bjarnadóttur. Kennt er á Egilsstöðum og á Reyðarfirði einu sinni í viku og í tímunum er reynt eftir fremsta megni að kenna nemendum nýjar aðferðir við eldamennskuna. Gróa er þrautreynd matreiðslukona og segir markmið sitt að kenna fólki að elda hollan og góðan mat. "Við förum yfir eldunaraðferðir almennt og hvernig varðveitum við best næringarefnin í matnum. Ég reyni að gera þetta á sem einfaldastan hátt," segir Gróa og bætir við að hún leggi mikla áherslu á að sýna fólki hvernig best sé að draga úr fitu. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Gróa kenndi einfalda súpugerð en meðal þess sem hún tekur fyrir í haust eru súpur, brauð og ítalskkjötbollur svo eitthvað sé nefnt.