Nytjahús Rauða krossins dregur fram jólaskrautið
Nytjahúsið hjá Rauða krossinum sem staðsett er við hliðina á Sorpu hefur núna um helgina lagt mikið kapp á að taka upp úr kössum hjá sér og stilla upp jóladóti fyrir hátíðirnar,hafa þau verið að safna jóladóti síðan í janúar og eru því mikið um fallegt skraut og jólaseríur og getur fólk jafnvel nálgast gerfijólatré og útiskraut.
Nytjahúsið hefur gengið svakalega vel alveg frá opnun og er það duglegum sjálfboðaliðum Rauða krossins og gjafmildi frá íbúum sveitafélagsins að þakka.
Ennþá er samt hægt að fá það sama og alltaf hefur verið og er mikið úrval af húsgögnum og smáhlutum ennþá á sínum stað, ávalt er heitt kaffi á könnunni og hlýtt viðmót frá sjálfboðaliðum.
Opnunartímar í Nytjahúsinu eru
Miðvikudaga og Fimmtudaga frá 16-18
Laugardaga frá 11-14