Skip to main content

Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA)

Starfsendurhæfing Austurlands er sjálfseignarstofnun, stofnuð 14. nóvember 2007 af 18 stofnaðilum á Austurlandi. AFLi starfsgreinafélagi, Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Samtökum sveitafélaga á Austurlandi, Verkmenntaskóla Austurlands, Verslunarmannafélagi Austurlands, Vinnumálastofnun Austurlands, Þekkingarneti Austurlands, Þróunarfélagi Austurlands, Stapa - lífeyrissjóði, og sveitarfélögunum Djúpavogshreppi, Fjarðabyggð, Fljótdalshéraði, Hornafirði, Seyðisfjarðarkaupstað og Vopnafjarðarhreppi.

Markmiðið var að tryggja öllum þeim sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda þjónustu, þar sem auknar líkur eru á atvinnuþátttöku ef skipulögð starfsendurhæfing er fyrir hendi í samfélaginu.

Lesa meira

Þú sem “Smiler” – getur öllu breytt

Við höfum öll okkar innri sköpunarkraft sem er máttugri en flestir halda. Mikilvægt er að vera meðvitaður og virkja hann okkur og öðrum til gagns og gamans. 

Hugmyndafræði Smilers byggir á orðum búddamunksins Thich Nhat Hanh: Ef þú brosir fimm sinnum á dag ÁN TILEFNIS, getur þú breytt lífi þinu á 90 dögum.

Smiler byggir á hugmyndum  um hvernig einstaklingar geta stjórnað lífi sínu með jákvæðu hugarfari og gleði. Að tileinka sér uppbyggjandi hugarfar og iðka þakklæti og alltaf með húmorinn að vopni.

Helga Birgisdóttur/ Gegga.

Höfundur bókarinnar Smiler getur öllu breytt.  Sjá nánar: www.smiler.is og www.gegga.is

  

Hvar og hvenær?

Miðvikudag 29.Okt kl. 10-13:00 og fimmtudag 30. Okt. kl. 9-13:00 í Ásheimum Miðvangi 22. Jarðhæð.

Sumarfrí


sól

 

Starfsendurhæfing Austurlands lokar vegna sumarleyfa frá 14. Júlí – 11. Ágúst.

 

Gleðilegt sumar!

Vorslútt StarfA

 

Mánudaginn 30. júní lukum við vetrarstarfinu og skelltum okkur á kaffihús.

Fjarðarbyggðarhópurinn fór á Randúlfs sjóhús. Sævar tók vel á móti okkur, kynnti okkur sögu hússins og nutum við góðra veitinga og ánægjulegrar samveru.

Egilsstaðahópurinn fór á Salt kaffihús og átti góða samverustund.

„Verkjaskólinn“


Samstarfsamningur HSA og StarfA
verkjaskólinn

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA) hafa gert með sér samstarfssamning um starfrækslu á „Verkjaskóla“ fyrir
skjólstæðinga StarfA.
Samstarfið felur í sér kennslu og ráðgjöf í því hvernig á að njóta lífsins þrátt fyrir þráláta verki. Markmið kennslunnar er að rjúfa vítarhring verkja og óæskilegra

lifnaðarhátta en fjölmargir einstaklingar búa í dag við skerta færni og lífsgæði vegna verkja.

Linda E. Pehrsson, framkvæmdastjóri StarfA, fagnar samstarfinu sem hún segir mikilvægt fyrir fjölmarga skjólstæðinga StarfA sem þurfa á stuðningi að halda til að breyta óæskilegum lífsháttum s.s. hreyfingarleysi,

Lesa meira

Árið 2014

Starfsendurhæfing Austurlands óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Megi árið 2014 færa ykkur gleði, hamingju og góða heilsu. Með þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf og kynni á árinu sem er að líða.