StarfA hefur störf í Neskaupstað
Starfsendurhæfing Austurlands hóf nýverið störf í Neskaupstað en þátttakendum þar í bæ hefur fjölgað nokkuð á síðustu misserum. Alls eru fimm sem taka þátt í endurhæfingu í Neskaupstað og þau nýta úrræði í gegnum fjarfundabúnað auk þess sem skipulögð hafa verið námskeið með heimamönnum. Má þar nefna verkþjálfun hjá Listasmiðju Norðfjarðar, hópefli á vegum Margrétar Perlu Kolku Leifsdóttur, tónlistarþerapista, og þá stundar hópurinn hreyfingu í líkamsræktarstöðinni. Gert er ráð fyrir að Norðfirðingarnir geti klárað sína endurhæfingu í heimabænum en StarfA leggur mikla áherslu á að úrræðin séu sem næst þátttakendum.
Hin fimm fræknu í Neskaupstað ásamt starfsmanni StarfA, Jóni Knúti Ásmundssyni.