Ný aðstaða StarfA á Egilsstöðum
Samningur hefur verið gerður á milli Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs- Mann-og geðræktar miðstöðvarinnar Ásheima og StarfA
Samningur þessi er um samnýtingu húsnæðis/aðstöðu Mann-og geðræktarmiðstöðvarinnar Ásheima í Miðvangi 22, 700 Egilsstaðir.
StarfA sér þetta sem frábært tækifæri til að efa tengsl og starfsemi StarfA og Mann-og geðræktarmiðstöðvarinnar Ásheima og þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu beggja aðila.
Í Ásheimum er nú dagskrá StarfA fyrir hádegi og Ásheima eftir hádegi. Starfsemi StarfA er í formi sjálfs-og heilsueflingar, vinnusmiðju og öðru því sem fellur undir endurhæfingarstarfsemi.