Skip to main content

„Verkjaskólinn“


Samstarfsamningur HSA og StarfA
verkjaskólinn

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og Starfsendurhæfing Austurlands (StarfA) hafa gert með sér samstarfssamning um starfrækslu á „Verkjaskóla“ fyrir
skjólstæðinga StarfA.
Samstarfið felur í sér kennslu og ráðgjöf í því hvernig á að njóta lífsins þrátt fyrir þráláta verki. Markmið kennslunnar er að rjúfa vítarhring verkja og óæskilegra

lifnaðarhátta en fjölmargir einstaklingar búa í dag við skerta færni og lífsgæði vegna verkja.

Linda E. Pehrsson, framkvæmdastjóri StarfA, fagnar samstarfinu sem hún segir mikilvægt fyrir fjölmarga skjólstæðinga StarfA sem þurfa á stuðningi að halda til að breyta óæskilegum lífsháttum s.s. hreyfingarleysi,

röngu mataræði, slæmum svefnvenjum og verkjalyfjaneyslu. „Vonandi getum við með þessu samstarfi hjálpað einstaklingum til að ná tökum á lífi sínu þannig að þau geti orðið virk í daglegu lífi og stundað reglulega hreyfingu, sinnt áhugamálum, vinnu, félagsstarfi,
fjölskyldu og heimili“ segir Linda.

Með samstarfinu skuldbindur HSA sig til að halda námskeið í samstarfi við StarfA þar sem starfsfólk HSA miðlar af þekkingu sinni. Í námskeiðinu verður farið yfir lyfjanotkun,  aðferðir sem stuðla að bættum svefni, næringarfræði og æskilegt matarræði og venjur, slökun og streitustjórnun, og líkamlegar æfingar sem stuðla að jafnvægi  í daglegu lífi og betri líðan.

 

Myndatexti: Við undirritun samstarfsamnings HSA og StarfA þann 16. janúar sl. F.v. Ragnar Sigurðsson, svæðisstjóri HSA, Linda E. Pehrsson, framkvæmdatsjóri StarfA og Sverrir Rafn Reynisson, deildarstjóri endurhæfingar HSA á Egilsstöðum.