Skip to main content

Fyrirlestur um tölvuvanda

Starfsendurhæfing Austurlands býður að vanda upp á fjölbreytta fræðslu fyrir þátttakendur. Í vetur hafa verið haldnir fyrirlestrar um streitu og meðvirkni svo eitthvað sé nefnt og í vikunni sem er að líða hélt Orri Smárason, sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, fyrirlestur um tölvuvanda en á honum var m.a. rætt um leikjafíkn og netfíkn sem er orðið sífellt algengara vandamál. Boðið var upp á fyrirlesturinn á Egilsstöðum og á Reyðarfirði og vöknuðu margar spurningar meðal þátttakenda á báðum stöðum.