Skip to main content

Nýr starfsmaður StarfA á Höfn

Ingibjörg Guðmundsdóttir er nýr starfsmaður Starfsendurhæfingar Austurlands á Höfn í Hornafirði en hún mun hafa umsjón með nýjum hópi þátttakenda í starfsendurhæfingu á Höfn. Ingibjörg hefur komið víða við á ferlinum. Hún hefur unnið í fiski, hjá tölvufyrirtækinu Hugur/AX auk þess sem hún hefur kennt á unglingastigi. Ingibjörg á þrjú börn og er í sambúð með Jóni Þorbirni Ágústssyni. Hún er með stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu og þá hefur hún stundað nám í kerfisfræði í Háskóla Reykjavíkur og í kennslufræði hjá Kennaraháskóla Íslands.