Skip to main content

Gleðileg Jól :)

Starfsendurhæfing Austurlands óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Megi árið 2015 færa ykkur gleði, hamingju og góða heilsu.

Með þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf og kynni á árinu sem er a líða.

Hlökkum til samstarfs á nýju ári :).

Leiðin til velgengni

 

Er draumurinn er að vera með góða fjármálastöðu? Að vera ekki með nein vanskill? Geta greitt áfallandi skuldbindingar og átt afgang til að fjárfesta og leika sér?   Á námskeiðinu lærum við vinnuaðferðirnar. Heyrum og sjáum hvernig sá hugsar og hegðar sér sem er með góð fjármál. Við vinnum með fjármálin og komum þeim í það horf sem við viljum. Þetta námskeið er fyrir þann sem er með góð fjármál og vill gera þau betri. Þetta námskeið er fyrir þann sem telur sig vera í vonlausri stöðu og vill komast í örugga höfn.

Námskeiðið kemur á óvart og gjörbreytir sýn þinni á fjármál :).

 

Kennt er í þrjú skipti 3. 4. og 5. september 2014. kl. 13-16:00

Staðsetning: Ásheimar Miðvangi 22 700 Egilsstaðir

 

Draumar og Drekar

Draumar og Drekar- Sjálfstyrking-og markmiðssetning

Sá maður er lifandi sem lifir drauma sína.  Við eigum okkur bæði stóra sem smáa drauma. Sumir geta ræst strax og aðra tekur lengri tíma að uppfylla. Sá sem þekkir drauma sína veit hvert hann stefnir og veit hvenær draumur uppfyllist. Sá sem er búinn að týna draumum sínum er eins og vélvana skip  sem rekur stjórnlaust fyrir vindi.

Á námskeiðinu skerpum við á draumum okkar. Finnum þá týndu, endurlífgum og beinum í farveg. Endurnýjum vonina og möguleikann á að láta þá rætast.  Kynnumst ástæðunni fyrir því að við gefum drauma okkar upp á bátinn. Lærum að þekkja drekana sem virka sem óyfirstíganleg hindrum. Þeir láta öllum illum látum og reyna að hrekja okkur af leið.  Sá sem skilur eðli drekans hræðist hann ekki og við það missir hann mátt sinn.  Þá stendur ekkert í veginum og draumar geta ræst.

 

Kennt er í þrjú skipti 3. 4. og 5. september 2014 kl. 9-12:30

Námsgögn:

3000 krónur á mann. Innifalið eru tvær bækur: Draumar og drekar verkefnabók og Drekarnir sjö (bók um drekana).  

Kennari: Katrín Garðarsdóttir 

Staðsetning: Ásheimar Miðvangi 22 700 Egilsstaðir