StarfA útskrifar á Hornafirði
Í ávarpi sem Eyjólfur Guðmundsson skólameistara FAS flutti á útskriftinni ræddi hann um árangur hópsins og þar kom m.a. fram að flestir væru að klára um 15 til 20 einingar á tímabilinu og væru skráðir í skólann næsta haust.
StarfA – Hornafirði þakkar fyrirtækjum sem tekið hafa þátt í starfskynningum þátttakenda og öllum kennurum fyrir þeirra vinnu. Starfsemi sem þessi gefur flestum sem taka þátt ný tækifæri og vonir. Fólk kemur inn í svona starf á mjög misjöfnum forsendum en reynt er að laga endurhæfingaráætlanir að þörfum hvers og eins. Ekki er reiknað með fullri starfsemi á Höfn haustið 2010 en líklegt er að farið verði af stað með hóp þegar að ákveðinn fjöldi tilvísana hafa borist. Þeir sem vilja vita meira um starfið geta haft samband við Erlu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra StarfA í síma 471-2938.