Saga
Starfsendurhæfing Austurlands er sjálfseignarstofnun.
Formlega stofnuð 14. nóvember 2007 af 18 stofnaðilum á Austurlandi.
Hugmyndafræði Starfsendurhæfingar Austurlands byggir á svonefndu "Húsavíkurmódeli". Þróun þess hófst á Húsavík árið 2002. Þá fór af stað undirbúningur tilraunaverkefnis sem miðaði að því að mæta þeirri miklu þörf sem upp var komin þar sem mikil fjölgun öryrkja var á þessu svæði. Samvinnu fagfólks félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og menntakerfis leiddi til stofnunar BYRS starfsendurhæfingar á Húsavík sem síðar varð Starfsendurhæfing Norðurlands (SN).
Hugmyndin er sú að þátttakandinn komi með virkum hætti að sinni endurhæfingu strax í byrjun og beri þar með frá upphafi ábyrgð á sinni endurhæfingu. Hlutverk starfsendurhæfingar er að leiðbeina og útvega þá þjónustu sem til þarf.
Meginstef hugmyndafræðinnar eru að endurhæfingin sé heildstæð (líf-, sál-, félagsleg) og fari fram í heimabyggð, nærumhverfi.
Starfsendurhæfing Austurlands hefur aðlagað hugmyndafræðina og starfsaðferðir að aðstæðum hér eystra.