Samstarf Vinnumálastofnunar og Starfsendurhæfingar Austurlands
StarfA og VMST. hafa gert með sér samstarfssamning frá 1. apríl sl.á grundvelli laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir og reglugerðar nr. 12/2009, um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og búferlastyrki.
Samningur þessi tekur til verkefnisins ,,Markviss atvinnuleit“ í umsjón StarfA og markmiðið er að veita atvinnuleytendum tækifæri til þátttöku í ýmiskonar virkni úrræðum, sbr. 10. gr. reglugerðar nr. 12/2009.
Tilgangur með þátttöku atvinnuleitenda er að efla þau í atvinnuleitinni, auka þekkingu þeirra á vinnumarkaðinum, styðja þau og hvetja í atvinnuleitinni og stuðla á sama tíma að virkni og auka starfshæfni viðkomandi. Með þessum hætti er leitast við að sporna gegn erfiðum félagslegum og heilsufarslegum afleiðinum sem oft fylgja langvarandi atvinnuleysi. StarfA fagnar samstarfinu.