Skip to main content

Starfsmaður óskast !

starfa10Það er okkur mikil ánægja að óska eftir starfsmanni í 50% starf hjá Starfsendurhæfingu  Austurlands. Spennandi tækifæri fyrir áhugasama sem vilja leggja sitt að mörkum og styðja fólk á vinnumarkað, móta og hafa áhrif á þróun starfsendurhæfingar á Austurlandi.

Hæfnikröfur

  • Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og metnað í starfi. Umsækjendur þurfa að búa yfir frumkvæði, jákvæðu viðhorfi, sjálfstæði í vinnubrögðum auk góða samskiptahæfileika s.s. lipurð og áreiðanleika í samskiptum skilyrði.
  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis-og félagsvísinda sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er æskileg.

 Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun, skipulag og umsjón sjálfseflandi námskeiða og úrræða
  • Ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgd við þátttakendur í endurhæfingu
  • Skráning, greinagerðir, gerð endurhæfingaráætlana, faglegir fundir og samstarf við stofnanir og atvinnurekendur .
  • Markaðssetning og kynning starfseminnar í samfélaginu.

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamning viðkomandi stéttarfélags og samtaka atvinnulífsins.

Umsóknarfrestur er til og með 1. September 2019.

Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf 1.október nk. eða eftir samkomulagi

Áhugasamir sendi inn kynningarbréf ásamt ferilskrá á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.

Frekari upplýsingar veitir: Linda E.Pehrsson í síma  852 5232 & 471 2938 eða í ofangreindu netfangi.

Eins er velkomið að kíkja í heimsókn.