Skip to main content

Þjónustustefna

Markmið StarfA er að veita fyrirmyndarþjónustu á sviði starfsendurhæfingar á Austurlandi.

Traust- virðing- samvinna- þátttaka- lífsgæði

 Fagleg

  • Að StarfA veiti bestu mögulegu þjónustu á sviði starfsendurhæfingar í nærumhverfi skjólstæðingsins sem tök er á.
  • Að starfsmenn hafi faglega þekkingu og/eða reynslu á þjónustu sinni og leggi sig fram um að vinna saman að settu marki með hagsmuni þátttakandans að leiðarljósi.
  • Einstakingsmiðuð hvetjandi, valdeflandi og einlæg þjónusta sem leggur áherslu á snemmtæka íhlutun.
  • Stuðlar að fjölbreyttu/víðtæku framboði þjónustuúrræða og leitar lausna og leiða til að viðhalda/ efla tengsl og þátttöku á vinnumarkaði.
  • Leitar leiða til að efla og þróa nýja og árangursríka þætti í þjónustu í samstarfi við ráðgjafa, starfsmenn og skjólstæðinga.

  Þjónustferli

  • Starfsfólk /fagaðilar s.s. sálfr. sjúkra-og iðjuþjálfar, íþróttafræðingur, náms-starfsráðgjafi, fjölskylduráðgjafi og markþjálfi  geri athuganir/ einstaklingsmiðað mat í upphafi þjónustu með fjölbreyttum matsaðferðum sem eykur líkur á að íhlutun skili tilætluðum árangri.
  • Í samvinnu við þátttakandann geri skriflega áætlun með tilgreindum leiðum og aðferðum til að ná settu markmiði og þar af leiðandi er íhlutunin/framkvæmdin markvissari og árangursríkari. Sem dæmi varðandi heilsueflingu- hreyfingaráætlun sem er einstaklingssmiðuð, mælanleg, atferlismiðuð/sértæk; raunhæf og tímatengd.
  • Eftirlit og aðlögun áætlunar, upplýsingagjöf um árangur til StarfA.s.s. varðandi þátttöku.
  • Endurhæfingu lýkur með því að þátttakandi fari í vinnu eða nám að endurhæfingu lokinni. 
  • Regluleg upplýsingagjöf um framgang endurhæfingar 

  Hvatning og samvinna

  • StarfA leggur mikla áherslu á að skapa jákvætt, glaðlegt og hvetjandi viðmót/andrúmsloft
  • Hvetja og efla einstaklinga til þátttöku og ábyrgðar í eigin starfsendurhæfingaráætlun
  • Leggur áherslu á notkun hópmeðferðar. Ástæður þess eru m.a. að í hópi eru tækifæri til lærdóms, samkipta og jafningjafræðslu. Að vera hluti af heild, tilheyra, koma að gagni og vera mikilvægur. Kynnast þýðingarmikilli Iðju sem gefur lífinu gildi, eykur trú á eigin getu og færni. Að upplifa gleði og ánægju.
  • Sveigjanleiki og lipurð
  • Þjónustan þarf að vera sveigjanleg og taka mið af mismunandi aðstæðum þátttakanda og samfélagsins
  • Aðlagar þjónustuúrræði að þörf þátttakanda til að ná markmiðum sínum

 Traust

  • Að starfsmenn og þátttakendur gæti trúnaðar í hvívetna og sýni ábyrga og heiðarlega framkomu, sýni hvort öðru virðingu og gæti jafnræðis
  • Starfsmenn og þátttakendur gæti þess að ásýnd þeirra og umgengni á vinnustað beri vott um virðingu þeirra fyrir starfi sínu og verkefnum
  • Stöðugleiki. Stefnt er að því að veita þjónustu sem sé traust og stöðug og staðið við áætlanir og fyrirheit.

 Meðferð ábendinga og kvartana

  • StarfA fagnar öllum ábendingum sem leiða til þess að efla og bæta þjónustuna enn frekar.
  • Flokkun og úrvinnsla munnlegra og skriflegra ábendingar og kvartanir er skráð, tekin til skoðunar og svarað eins fljótt og kostur er.
  • Framkvæmdastjóri StarfA hefur heimild til að svara minni kvörtunum og ábendingum sem berast munnlega
  • Leitað er lausna á árangursríkan hátt í samstarfi við alla hagsmunaðila þjónustunnar.
  • Leita ráðgjafar til annarra viðeigandi aðila ef þörf er á eftir eðli kvartana og ábendinga.
  • Ef um er að ræða meint brot á lögum, reglum eða verkferlum eða almenna ábendingu um bætta þjónustu er hægt að vísa á Stjórn StarfA

  Mat á gæði og árangri

  • Stöðug endurskoðun þjónustuúrræða í samræmi við þarfir, væntingar og upplifunar þátttakanda hverju sinni. Aðlögun og koma til móts við þarfir þeirra.
  • Framkvæma reglulegar þjónustumælingar á þjónustugæði með þjónustukönnun í lok þjónustuúrræða og starfsendurhæfingar.
  • Árangursmælingar- á atvinnuþátttöku í lok starfsendurhæfingar
  • Leggja fyrir kannanir í upphaf þjónustu um Heilsa þín og velllíðan og heilsutengd Lífsgæði ofl.
  • Halda utan um árangursmælingar og söfnun tölulegra upplýsinga.